*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 1. nóvember 2017 10:50

Heiðar í fjárfestingum á varnarsvæðinu

Ursus á 400 milljón króna hlut í Ásbrú ehf. sem keypti fjölda fasteigna af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, á 400 milljón króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. í gegnum fjárfestingafélag sitt Ursus að því er kemur fram í Markaðnum í dag. Ásbrú ehf. selur nú íbúðir á varnarliðssvæðinu á Reykjanesi en félagið keypti 462 íbúðir og atvinnuhúsnæði á svæðinu sem samanlagt telja tæpa 80 þúsund fermetra, af Kedeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári.

Íbúðirnar sem Ásbrú keypti af Kedeco undir lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær komust hins vegar í eigu ríkisins  þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006.

Móðurfélagið sem Heiðar er hluthafi að í gegnum Ursus er skráð undir nafninu P190 sem á 90% hlut í Ásbrú ehf. Að því er kemur fram í Markaðnum lánaði lánaði P190 Ásbrú 2,3 milljarða síðla síðasta árs til þess að fjármagna að hluta kaupin á varnarliðssvæðinu.

Íslenskar Fasteignir eiga einnig innan við 10% eign í Ásbrú ehf. en fyrrnefnda félagið er m.a. í eigu viðskiptafélaganna Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar, Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í Lúxemborg og Sveins Björnssonar fyrrum framkvæmdastjóra hjá Novator. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim