*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 1. mars 2018 14:50

Heiðar kaupir í Vodafone

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Vodafone á Íslandi, kaupir í félaginu fyrir 100 milljónir króna.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson stjórnarformaður Fjarskipta.
Eva Björk Ægisdóttir

Ursus, fjárfestingafélags Heiðars Guðjónssonar, fjárfestis, keypti í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone á Íslandi, fyrir rúmlega 100 milljónir króna í morgun samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Heiðar sem er janframt stjórnarformaður Fjarskipta keypti 1,5 milljónir hluta fyrir 67 krónur á hlut.

Fjarskipti birtu ársuppgjör fyrir árið 2017 í gær þar sem kom fram að hagnaður félagsins hefði numið 1,1 milljarði króna á síðasta ári og þar með aukist um 8% milli ára.

Eftir viðskiptin á Ursus 18,9 milljónir hluta í Fjarskiptum og er markaðsvirði þeirra hluta tæplega 1,3 milljarðar króna.

Það sem af er degi hafa alls verið 334 milljóna króna viðskipti með bréf í Fjarskiptum sem hækkað hafa um 4,3%.