„Það er í raun ótrúlegt að þessi grunnstoð atvinnulífsins þurfi að róa lífróður á fjögurra ára fresti. Við getum ekki búið við þetta endalaust,” sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á Fjármalaþingi Íslandsbanka sem haldið var í dag. Hún bætti við: „Það þarf að segja: „Nú erum við komin með kerfi sem er gott”. Við eigum ekki að breyta kerfinu þannig að fyrirsjáanleikinn fari,” sagði Heiðrún Lind. Þetta kom fram í umræðum um efnahagshorfur og áhrif þeirra á rekstur íslenskra fyrirtækja. Í umræðunum tóku þátt auk Heiðrúnar Lindar þau , Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtaka atvinnulífsins og Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas.

Í greiningu Íslandsbanka kom m.a. fram áframhaldandi styrking á gengi krónunnar og sagði Heiðrún Lind að það væri neikvæður þáttur sem muni hafa áhrif á sjávarútveginn: „Við höfum alltaf verið að tala um að skjóta frekari rótum undir grunnstoðir atvinnulífsins. Styrking á genginu er neikvæði faktorinn og þetta mun hafa áhrif þar sem næstum 100% tekna sjávarfyrirtækja eru erlendar,” sagði Heiðrún Lind.