Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heiðurslaun listamanna til æviloka

28. apríl 2012 kl. 10:17

Björgvin G. Sigurðsson

25 listamönnum verða veitt heiðurslaun árlega ef nýtt frumvarp verður samþykkt. Full laun verða veitt til sjötugs en 80% eftir það.

Samkvæmt frumvarpi til laga frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar um heiðurslaun listamanna verður 25 listamönnum veitt heiðurslán árlega. Þau verði veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs en 80% af starfslaunum eftir það, og veitt til æviloka. Alls munu að hámarki 25 listamenn njóta launanna á hverjum tíma. Með frumvarpinu vill meirihluti nefndarinnar lögfesta reglur um undirbúning tillögugerðar, sem er í höndum Alþingis. Þá mun ráðherra hafa heimild til að ákveða að listamaður geti afsalað sér heiðurslaunum tímabundið vegna annara starfa.Allt
Innlent
Erlent
Fólk