*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 13. september 2018 10:10

Heildarlaun að meðaltali 730 þúsund krónur

Dreifing heildarlauna var ólík eftir launþegahópum, þannig voru 65% starfsmanna sveitarfélaga með heildarlaun undir 600 þúsundum.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

„Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 730 þúsund krónur á mánuði árið 2017 hjá fullvinnandi starfsmönnum. Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 774 þúsund krónur en 569 þúsund krónur hjá starfsmönnum sveitarfélaga.“ Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Tæplega helmingur launamanna var með heildarlaun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur. Þá voru tæplega 10% launamanna með heildarlaun undir 400 þúsundum króna og um 12% launamanna voru með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði.

Árið 2017 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi heildarlauna var 618 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir.

Dreifing heildarlauna var ólík eftir launþegahópum, þannig voru 65% starfsmanna sveitarfélaga með heildarlaun undir 600 þúsundum króna á mánuði en það sama átti við um rúmlega 30% ríkisstarfsmanna og um 45% starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Stikkorð: Hagstofa Íslands