*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 13. ágúst 2014 10:01

Heildarupphæðin 15% hærri en í fyrra

Þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum.

Ritstjórn

Nú þegar tíu dagar eru í Reykjavíkurmaraþonið hafa safnast um 27 milljónir til góðra málefna á áheitavef hlaupsins. Heildarupphæðin er 15% hærri en sú sem hafði safnast á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef Íslandsbanka.

Þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 700 manns hafa safnað 10 þúsund krónum eða meira og 28 hafa safnað 100 þúsund krónum eða meira. 164 góðgerðafélög eru skráð til þátttöku í söfnuninni.

Samkvæmt tilkynningunni er líklegt að áheitahlaupurum fjölgi næstu daga enda er skráning enn í fullum gangi.