Heildarvelta þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. til 18. maí síðastliðinn nam 6.219 milljónum króna, og var meðalupphæð á samning 54,6 milljónir króna. Fjöldi kaupsamninga var 114, þar af 80 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Meðalfjöldi kaupsamninga síðustu vikna er þó 136 íbúðir, og heildarveltan rúmir 7 milljarðar að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Stofnunin tekur fram að bakvið hvern kaupsamning geti verið um fleiri en eina eign að ræða, sem og að eignirnar séu misstórar, misgamlar og svo framvegis.

„Á sama tíma var 18 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum*. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 523 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,1 milljón króna“ segir á vef Þjóðskrár .

„Á sama tíma var 16 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 511 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 18 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 17 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eign en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 596 milljón króna og meðalupphæð á samning 33,1 milljón króna.“