*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 21. nóvember 2018 18:42

Heimavellir hækkuðu yfir 5%

Gengi bréfa Heimavalla hækkaði mest í kauphöllinni í dag, en mest lækkun var á gengi bréfa Eimskipafélags Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,14% í 1,4 milljarða króna veltu í dag og stendur hún nú í 1.679,44 stigum. Mest hækkun var á gengi Heimavalla, eða 5,41% í 46 milljón króna viðskiptum, og nemur gengi bréfa félagsins nú 1,17 krónum.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda, eða um 0,78% í 32 milljón króna viðskiptum og fór gengið upp í 32,25 krónur. Mestu viðskiptin voru hins vegar með bréf Marel eða fyrir 280 milljónir króna, og hækkuðu bréfin þriðja mest, eða um 0,67%, upp í 375,00 krónur.

Eimskip og Icelandair lækkuðu

Mest lækkun var á gengi bréfa Eimskipafélags Íslands, eða 2,39% í 96 milljón króna viðskiptum og fóru þau niður í 204,50 krónur. Næst mest lækkun var á gengi bréfa VÍS, eða 0,90% í vart teljandi viðskiptum, og fæst nú hvert bréf félagsins á 11,06 krónur.

Þar á eftir nam lækkun Icelandair 0,82% í 137 milljón króna viðskiptum, og er nú hægt að kaupa bréf flugfélagsins á 12,05 krónur.

Krónan lækkaði mest gagnvart þeirri sænsku og norsku

Krónan lækkaði eilítið á markaði í dag gagnvart bæði Bandaríkjadal og evru, og var styrking hvors gjaldmiðils gagnvart heni 0,05% og 0,14%. Jafnframt styrktust Svissneskur franki og dönsk, sænsk og norsk króna gagnvart krónunni, þær síðastnefndu mest, eða um 0,55% og 0,51%.

Hins vegar styrktist íslenska krónan gagnvart gjaldmiðlum Bretlands og Japans, lækkaði gengi breska sterlingspundsins um 0,10% og japanska jensins um 0,23% gagnvart krónunni.

Á sama tíma var veltan á skuldabréfamarkaði 1,9 milljarðar, þar af hækkaði skuldabréfaflokkur Íslandsbanka, ISLA CBI 26 mest, eða um 0,21%, meðan ávöxtunarkrafa flokksins lækkaði um 3 punkta en hún nemur nú 2,26%. Mest lækkun var á skuldabréfaflokki ríkisins, RIKB 28 1115, eða um 0,47%, við 6 punkta hækkun á ávöxtunarkröfu sem nú nemur 5,80%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim