Hlutabréf í leigufélaginu Heimavöllum voru tekin til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Iceland í dag. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, hringdi inn fyrstu viðskipti við opnun markaða í morgun.

Þegar þetta er skrifað hafa viðskiptin með bréf félagsins numið 88 milljónum króna, en bréfin hafa staðið í 1,28 krónum.

Fyrr í mánuðinum lauk félagið útboði, þar sem seldust alls 750 milljónir hluta á 1.043 milljónir króna líkt og kom fram í Viðskiptablaðinu . Meðalgengi í útboðinu var 1,39 krónur á hlut.

Að loknu útboði nam heildarvirði alls hlutafjár í Heimavöllum 15,6 milljörðum. Heimavellir eru fjórða fasteignafélagið á aðalmarkað.

Fleiri fréttir um málefni Heimavalla: