*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 28. maí 2014 12:27

Heimila útflutning á kjöti til Hong Kong

Frá 2011 hefur verið unnið að því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við yfirvöld í Hong Kong.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Útflutningur á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis er nú heimill til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum þarlendra yfirvalda.  Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í gær segir að stofnunin hafi frá því árið 2011 unnið að því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við yfirvöld í Hong Kong og meðal annars tekið á móti sendinefnd þaðan haustið 2013 til úttektar á íslenskri kjötframleiðslu.

Heimilt er að flytja út allar kjötafurðir af ofangreindum dýrategundum að því tilskyldu að þær séu framleiddar í samþykktri starfsstöð.  Útflytjendur þurfa þannig ekki að vera skráðir á sérstaka lista yfir samþykkta útflytjendur.  Innflytjandinn í Hong Kong þarf aftur á móti að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.  Kjötinu þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, gefið út af Matvælastofnun.

Fyrstu sendingar sem berast frá Íslandi skulu að auki settar í svokallaða „hold and test“ meðferð við komuna til Hong Kong, sem felur í sér að rannsóknir verði gerðar á kjötinu til þess að tryggja að það uppfylli kröfur.  Ef sendingarnar uppfylla kröfur og niðurstöður reynast fullnægjandi munu sýni ekki vera tekin framvegis nema sérstök ástæða þyki til eða sem þáttur í tilviljanakenndu eftirliti yfirvalda í Hong Kong.

Stikkorð: Kjöt Hong Kong
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim