*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 2. júní 2012 09:10

Heimild til húsleitar túlkist þröngt

Lögmaður segir að gæta verði meðalhófs við húsleitir eins og aðrar rannsóknaraðgerðir.

Ritstjórn

Húsleitarheimildir ber, eins og aðrar þvingunarheimildir, að túlka þröngt, að sögn Jóns Þórs Ólasonar, héraðsdómslögmanns og lektors við lagadeild Háskóla Íslands. „Heimildin, sem gefin er út af dómstólum, á að tiltaka hvar má leita og hver tilgangur leitarinnar er. Almennt má leggja hald á lausamuni og ef það er tiltekið í heimildinni má leita í læstum hirslum. Í þessu eins og öðru verður hins vegar að gæta meðalhófs og skila ber hlutum eins og tölvum og símum eins fljótt og unnt er.“

Seðlabanki Íslands krafðist þess fyrir héraðsdómi að fá heimild til húsleitar og haldlagningar gagna á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri 27. mars síðstliðinn. Samkvæmt greinargerðum sem Seðlabankinn lagði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, fyrst 24. mars og síðar viðtækari heimild 27. mars, og Viðskiptablaðið hefur undir höndum, beindist rannsókn Seðlabankans einna helst að því hvort Samherji hefði selt karfa til tengdra aðila erlendis á lægra verði en „eðlilegt væri í viðskiptum óskyldra aðila“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.