Neytendastofa hefur lagt 200 þúsund króna sekt á fyrirtækið Wedo ehf. sem er rekstaraðili Heimkaupa. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Fyrirtækið er sektað sökum þess að því láðist að auglýsa raunverulegan prósentuafslátt þegar það auglýsti vörur sínar „Tax Free."

Rekstaraðilinn sagði að um mistök hafi verið að ræða en neytendastofa taldi það ekki vera góða og gilda ástæðu.

Að mati Neytendastofu var framsetningin ósanngjörn gagnvart neytendanum og fæli í sér villandi upplýsingar.