Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, varar við því að fiskistofnarnir í heimshöfunum standi undir hraðri aukningu á fiskneyslu.

Aukin fiskneysla muni ekki einungis leiða til aukins álags á stofna villts fisks heldur einnig að fiskeldi muni gegna stöðugt mikilvægara hlutverki í að sinna eftirspurnaraukningunni.

Í skýrslu FAO segir að heimsbyggðin neyti nú meiri fisks en áður. Hvert mannsbarn neytti 20 kg af fiski að meðaltali á árinu 2014 og hefur neyslan aldrei verið meiri. Að meðaltali var neyslan 9,9 kg á sjöunda áratugi síðustu aldar, 14,4 kg tíunda áratugnum, 19,7 kg árið 2013 og 20,1 kg 2014.

Í skýrslunni segir að Kína gegni lykilhlutverki í framleiðslu á eldisfiski og standi að baki um 60% heimsframleiðslunnar.

Fiskafurðir fyrir um 80 milljarða bandaríkjadali voru fluttar út frá þróunarlöndunum. Tekjurnar voru hærri en vegna samanlagðs útflutnings á kjöti, tóbaki, hrísgrjónum og sykri.