Hekla hf. hagnaðist um 619,2 milljónir íslenskra króna árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn hefur þannig aukist verulega milli ára, en árið 2014 nam hann einungis 3,87 milljónum króna.

Tekjur Heklu námu alls 13,9 milljörðum króna árið 2015, samanborið við 9,19 milljarða króna árið 2014. EBITA Heklu nam samkvæmt ársreikningi 627.362 milljónum króna árið 2015, sem er einnig umtalsverð aukning frá árinu áður.

Heildareignir Heklu hækkuðu einnig milli ára. Árið 2014 námu eignirnar 3,115 milljörðum króna. Árið 2015 námu eignirnar 5,344 milljörðum. Eigið fé fyrirtækisins nam 1,4 milljörðum árið 2015 og þá voru heildarskuldir upp á 3,9 milljarða skráðar í bækurnar.

Samkvæmt sjóðsstreymi Heklu, námu fjárfestingarhreyfingar Heklu alls 291 milljónum króna, en fjármögnunarhreyfingar 922 milljónum króna. Alls voru 132 skráðir á launaskrá fyrirtækisins.