*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 9. mars 2013 13:05

Helga Arnardóttir: Mundi ekki trúarjátninguna

Helga Arnardóttir á Stöð 2 man vel eftir fermingardeginum og rifjar upp hápunkta dagsins í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Lára Björg Björnsdóttir
Helga Arnardóttir, 18. apríl 1993.

„Ég sagði við móður mína að ég myndi ekki yrða á hana það sem eftir lifði dags ef hún myndi voga sér að fella eitt tár þegar ég kæmi að altarinu en mamma gat nú ekki staðið við það. Ég fyrirgaf henni það þó þegar leið á daginn. Þetta var allt voða hjartnæmt,“ segir Helga Arnardóttir fréttakona á Stöð 2 um fermingardaginn, 18. apríl 1993.

Helga fermdist í Dómkirkjunni en viðurkennir þó að hafa ekki sótt fermingarfræðsluna mjög vel: „Ég var ekki búin að leggja trúarjátninguna á minnið, þannig að ég mæmaði hana hressilega þegar hún var flutt. Hálf neyðarlegt en ég tók þessu mjög alvarlega. Ég var hinsvegar mjög upptekin að því að hugsa um dúið og lúkkið eins og sést á hreiðrinu sem ég er með á hausnum á fermingarmyndinni. Nota bene, það á ekki að taka fermingarmyndir,“ segir Helga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim