Helga Arnardóttir, yfirritstjóri Birtíngs, og stjórn félagsins hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar, rét um mánuði eftir að hún hóf störf. Eins og V iðskiptablaðið greindi frá í lok síðasta árs hætti Helga hjá Kastljósi þar sem hún hefur starfað frá árinu 2014 til þess að taka við hjá Birtíngi.

Var hennar hlutverk sagt verða að samhæfa starf ritstjórna tímarita útgáfunnar, en Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann, Vikuna og fríblaðið Mannlíf. Auk þess heldur félagið úti lífstílsvefnum mannlif.is, en Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa á vefnum að því er segir á heimasíðu Birtíngs.

Helga tók til starfa 2. janúar síðastliðinn, en nú segir á vef félagsins að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að slíta samstarfinu. Jafnframt segir að stjórn Birtíngs vilji þakka henni fyrir samstarfið. Helga hefur starfað við blaðamennsku frá árinu 2002, starfaði hún hjá RÚV frá 2004 og síðan hjá Stöð 2 áður en hún fór í Kastljósið.