Helga Lára Haarde hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá Attentus - mannauði og ráðgjöf frá Maskínu. Hún hefur reynslu af megindlegum og eigindlegum viðhorfsrannsóknum og mun koma að frekari þróun þessara afurða hjá Attentus en þar hafa um árabil verið unnar ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Helga Lára lauk B.Sc.-gráðu í sálfræði og M.S.- gráðu í félags-og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands.  Hún kemur til Attentus frá Maskínu ehf. en jafnframt hefur Helga Lára verið aðstoðarkennari við HÍ og m.a. kennt þar aðferðarfræði rannsókna.

Attentus – mannauður og ráðgjöf veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá á áherslum mannauðsstjórnunar.