*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 29. apríl 2019 14:19

Helga nýr forstöðumaður hjá Arion banka

Helga Halldórsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðs hjá Arion banka.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Helga Halldórsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðs hjá Arion banka. Helga hefur starfað hjá bankanum og fyrirrennara hans í um 12 ár og er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Hún hóf störf í innri endurskoðun árið 2007 en áður starfaði hún á endurskoðunarsviði Seðlabanka Íslands. Helga færði sig yfir á þróunar- og markaðssvið Arion banka árið 2012 þar sem hún starfaði við innleiðingu á straumlínustjórnun í bankanum. Hún tók við starfi liðsstjóra straumlínustjórnunar innan mannauðsdeildar bankans árið 2015 og hefur gengt því starfi síðan þá. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim