Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag endurkjörinn formaður stjórnar Samorku á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík.

Þá var Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, einnig endurkjörinn í stjórn samtakanna til tveggja ára. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var kosin í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Berglind var kjörin til tveggja ára.

Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Veitum og Indriði Þór Einarsson, Skagafjarðarveitum koma ný inn sem varamenn í stjórn Samorku. Áfram sitja sem varamenn þau Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK og Hörður Arnarson, Landsvirkjun.

Konur skipa áfram meirihluta aðalmanna stjórnar Samorku. Að varamönnum meðtöldum er jafnt hlutfall kynja. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, en þau urðu til árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna frá árinu 1980 og Sambands íslenskra rafveitna frá árinu 1942.

Aðalmenn:

  • Ásgeir Margeirsson, HS Orku
  • Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar
  • Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti
  • Helgi Jóhannesson, Norðurorku, formaður stjórnar
  • Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum
  • Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ
  • Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun

Varamenn:

  • Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða
  • Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK
  • Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Veitum
  • Hörður Arnarson, Landsvirkjun,
  • Indriði Þór Einarsson, Skagafjarðarveitum