*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 20. nóvember 2017 11:54

Helgi kaupir fyrir tæpar 37 milljónir

Forstjóri Regins jók hlut sinn í fasteignafélaginu með kaupum á hlutabréfum í morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins keypti við opnun markaða í morgun 1,4 milljón hluti í fyrirtækinu, á 26,2 krónur hvern hlut. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun tilkynnti félagið um fyrirhuguð kaup á fasteignafélögum í eigu íslensku lífeyrissjóðanna, en meðal eigna þeirra er turninn við Höfðatorg.

Kaupverð hlutanna, sem forstjórinn keypti í morgun nam 36.680.000 krónum. Í hádeginu hafði gengi hlutabréfa í félagðinu hækkað um tæplega 2% frá opnun markaða í morgun.

Heildarfjöldi hluta í eigu forstjórans eru nú 1.521.952, sem eru þá í heildina að andvirði 40.179.533 krónum.