Vægi farþega á Keflavíkurflugvelli sem koma einungis til millilendingar hefur minnkað í ár eftir hækkanir síðustu ára að því er Túristi greinir frá. Í fyrra fór vægi þeirra sem voru á leið milli Evrópu og Norður Ameríku og nýttu Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli til millilendingar upp í 39%, eftir 27% fjölgun.

Það hlutfall hefur hins vegar dregist saman um 29% það sem af er ári en um ríflega helming, eða 53% ef einungis er horft til aprílmánaðar. Höfðu tengifarþegarnir verið 254 þúsund í apríl í fyrra, en í apríl á ár voru þeir einungis 120 þúsund.

Þetta er þvert á spár Isavia um að fjölgun tengifarþega yrði áfram mikil, en í skýrslu opinbera hlutfallsins var sýnt fram á hve verðmætur þessi farþegahópur var.

Niðursveiflan skýrist að sjálfsögðu af gjaldþroti Wow air, en til viðbótar er það yfirlýst markmið Icelandair að fjölga ferðamönnum til landsins á kostnað tengifarþega, enda mikill slagur um fargjöldin yfir hafið.