WOW air, flugfélagið íslenska sem er í eigu Skúla Mogensen, jók við farþega sína um helming á síðasta ári. Á sama tíma jókst sætanýting um 4 prósentustig, eða úr 84% í 88%.

Farþegar flugfélagsins í desember voru þá heilum 80% fleiri en árið áður, eða um 58 þúsund farþega. Þá flutti félagið heila 740 þúsund farþega yfir allt árið.

WOW air hefur í ár flug til Los Angeles, San Francisco, Toronto og Montréal í Norður-Ameríku. Meðal nýrra áfangastaða félagsins í Evrópu árið 2016 eru Stokkhólmur, Bristol, Nice og Kanaríeyjar.

Í fréttatilkynningu segir enn fremur að fleiri nýjir áfangastaðir verði kynntir á næstu mánuðum.