Nú þegar aðeins vika er eftir af ágústmánuði er skráður landaður afli íslenskra skipa einungis 77.000 tonn af 166.000 tonna kvóta. Það þýðir að 89.000 tonn eru óveidd af kvótanum eða 54%.

Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni, telur að talsvert vanti upp á að allur afli hafi verið færður til bókar hjá Fiskistofu og því sé heildaraflinn töluvert meiri en þessar tölur beri með sér.

Jón Már bendir á í samtali við Fiskifréttir að undanfarin ár hafi makríllinn haldið út úr íslenskri lögsögu í september en sumir hafi þá elt hann út í Síldarsmuguna og veitt hann þar. „Svo getur verið að makríllinn sé seinna á ferðinni núna og við náum að veiða hann lengra fram á árið, auk þess sem hægt er að geyma ákveðinn hluta kvótans á milli ára.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.