Ríflega 53% sjómanna hefur lent í vinnuslysi um borð í skipi, t.d. fall í stiga eða fengið áverka vegna véla um borð. Þá sögðust 30,8% einhvern tímann hafa lent í sjóslysi, en þá er átt við skipskaða eins og þegar skip strandar eða sekkur. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu meðal sjómanna og var kynnt á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins í dag. Rúv greinir frá.

Fram kemur að vinnulotur geta verið langar um borð. Þegar menn voru spurður um lengsta samfellda vinnutímann á skipinu var meðaltalið rúmlega 15 klukkustundir, og rúm 12% sögðust hafa unnið lengst í 25 tíma eða lengur. Það getur leitt af sér þreytu, enda segist rúmlega 31% sjómanna finna fyrir þreytu í vinnunni og 21% sögðust hafa dottað á vaktinni. Tæplega fjórðungur sjómanna á við svefnvandamál að stríða og ríflega 30% segjast finna fyrir streitu við dagleg störf.

Í könnuninni kom fram að almennt eru sjómenn ánægðir í vinnunni. 86,4% sjómanna sögðust mjög eða frekar ánægðir, en aðeins 3,6% óánægð.

Sjá könnunina HÉR.