„Einn daginn mun spilaborgin hrynja,“ sagði prófessor Otmar Issing, fyrsti aðalhagfræðingur evrópska seðlabankans. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá er gagnrýni Issing á evruna hrðorð, en hann var einn aðalarkitekt evrunnar

Segir hann gjörvallt evruverkefnið ekki ganga upp í núverandi formi og seðlabankinn sé að færast of mikið í fang.

Jafnframt segir hann að björgun Grikklands árið 2010 hafi í raun verið björgun þýskra og franskra banka og betra hefði verið að vísa ríkinu úr evrunni.

Getur ekki gengið endalaust

Sagði hann evruna hafa verið svikna af stjórnmálunum, og  tilraunina hafa verið misheppnaða strax frá upphafi.

„Raunsætt mat er að henni mun hnigna smátt og smátt og fara úr hverri krísunni til þeirrar næstu. Það er erfitt að spá hve lengi það getur haldið áfram en það getur ekki gengið endalaust,“ sagði hann í viðtali.

Reglan brotin á hverjum degi

Orð hans eru áminning um að evrusvæðið hefur ekki komist yfir hve ósamrýmanleg hagkerfi landa þess eru. Ódýr olía, ódýr evra, magnbundin íhlutun og minna aðhald í ríkisfjármálum hafa falið vandann að einhverju leiti, en áhrif þess séu að minnka.

Segir hann seðlabankann hafa minnkað aðhaldið sem þyrfti að vera og grafið undan kerfinu með því að bjarga gjaldþrota ríkjum. „Reglan um að ekki megi bjarga ríkjum er brotin á hverjum degi,“ segir hann.

Skelfilegar afleiðingar

Seðlabankinn heldur nú þegar skuldabréfum að andvirði eitt þúsund milljörðum dala í skuldabréfum sem voru keypt á neikvæðum stýrivöxtum, sem þýði mikið tap þegar stýrivextir hækka á ný.

„Að hætta magnbundinni íhlutun verður erfiðara og erfiðara, þar sem afleiðingarnar gætu verið skelfilegar,“ segir Otmar Issing.

Kaupir skuldabréf nálægt ruslflokki

„Það er alvarlegt vandamál að nægilega góðum veðum fækkar. Seðlabankinn er nú að kaupa fyrirtækjaskuldabréf sem eru nálægt ruslflokki...afleiðingar fyrir orðsporið af slíkum aðgerðum hefðu verið óhugsandi áður fyrr,“ sagði hann.

Jafnframt sagði hann að fyrsta björgunin á Grikklandi árið 2010 hefði verið lítið meira en björgun fyrir þýska og franska banka, og sagði hann það hefði verið mun betra að henda Grikklandi út úr evrunni, öðrum sem víti til varnaðar.