*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 30. maí 2017 10:33

Hentar ekki vel með húsnæðislið

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að vísitala neysluverðs sem reiknuð er með húsnæðislið henti ekki vel sem stýritæki fyrir húsnæðismarkað.

Ritstjórn
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Eva Björk Ægisdóttir

Vísitala neysluverðs (VNV) sem reiknuð er með húsnæðislið hentar ekki vel sem stýritæki fyrir húsnæðismarkað, sér í lagi ekki við aðstæður sem þessar, þegar skortur er á húsnæði að sögn Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þetta sagði hún í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2. 

Eins og áður hefur verið greint frá hefur verðbólga haldist lág og stöðug upp á síðkastið og ef að vísitala neysluverðs sé skoðuð án húsnæðisliðarins er hér verðhjöðnun. Án húsnæðis hefði vísitala neysluverðs lækkað um 2,6% síðastliðna tólf mánuði. Kristrún bendir á að húsnæðisliðurinn sé víða erlendis ekki tekinn með í reikninginn og að einnig sé hægt að reikna hann með á fleiri en einn hátt. 

„Af því það eru svo margir á Íslandi sem búa í sínu eigin húsnæði kannski 70 til 80% þá þarf að reikna ákveðinn notendakostnað af því að búa í eigin húsnæði. Það er reiknuð leiga og það eru tölur sem eru metnar út frá fasteignaverði. Erlendis er oft sá liður ekki inni í húsnæðispartinum af verðbólgunni og auðvitað að því leytinu til þá hífir þetta upp verðbólguna hér,“ bendir Kristrún á. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim