*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Fólk 29. september 2016 12:03

Herborg sviðstjóri hjá ISS

Herborg Svana Hjelm er orðinn Sviðsstjóri Veitingasviðs ISS eftir hálft ár sem rekstrarstjóri á sviðinu.

Ritstjórn

Herborg Svana Hjelm hefur verið ráðinn Sviðsstjóri Veitingasviðs ISS, en síðasta hálfa árið hefur hún starfað sem rekstrarstjóri á sviðinu.

Á árunum 2013-2016 var Herborg rekstrarsérfræðingur skólamötuneyta hjá Reykjavíkurborg en þar á undan starfaði hún sem vörumerkjastjóri hjá ÍSAM og deildarstjóri fyrirtækja- og markaðssviðs SS. 

Herborg er með B.Sc. í alþjóðamarkaðssvæði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Stikkorð: ISS SS ÍSAM Herborg Svana Hjelm