*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 29. mars 2017 07:57

Herdís Dröfn segir sig úr stjórn VÍS

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur sagt sig úr stjórn VÍS. Hún gengdi formennsku stjórnar þar til fyrr í þessum mánuði.

Ritstjórn
Herdís Dröfn hefur sagt sig úr stjórn VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur sagt sig úr stjórn VÍS frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallarinnar.

Herdís gengdi áður starfi stjórnarformanns félagsins frá því í nóvember 2015, hins vegar var Svanhildur Nanna Vigfúsardóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS kjörin nýr formaður í byrjun mánaðarins.

Eftirfarandi skipa nú stjórn félagsins;

Aðalmenn

  • Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður
  • Helga Hlín Hákonardóttir, varaformaður
  • Gestur Breiðfjörð Gestsson
  • Valdimar Svavarsson

Varamenn

  • Andri Gunnarsson
  • Sandra Hlíf Ocares   
Stikkorð: VÍS stjórn Herdís Dröfn segir sig úr