Hermann Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og mun hefja störf 15. desember nk. Hermann er með Bsc í viðskiptafræði frá viðskiptaháskólanum á Bifröst. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hermann starfaði í átta ár sem framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta sem er í daglegu tali nefndir Skátarnir. Hermann bar ábyrgð á allri starfssemi samtakana og sat að auki í stjórn fjögurra  dótturfélaga og sá um að samhæfa aðgerðir á milli þeirra. Þau eru; Grænir skátar ehf, Skátabúðin ehf, Skátamót ehf og Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Öll þessi dótturfyrirtæki hafa sjálfstætt starfandi stjórn og framkvæmdastjóra. Hann sat í stjórn Æskulýðsvettvangsins og var um tíma formaður. Samtökin sérhæfa sig í hagsmunagæslu barna- og ungmenna og leggja mesta áherslu á forvarnir í barnavernd. Hermann sat í stjórn Æskulýðsráð á árunum 2015-2016 og sat þar í vinnuhóp um aðgerðaáætlunar stefnumótunar í æskulýðsmálum. Á undan því starfaði Hermann sem stjórnandi hjá Hagkaup.

Hermann er 36 ára Harðbæingur, er kvæntur Ósk Auðunsdóttur kennara, á tvær dætur á aldrinum 3 og 4 ára og það þriðja er væntanlegt í september. Hermann hefur verið skáti frá barnsaldri og starfaði sem björgunarsveitarmaður í Garðabæ.

„Það eru forréttindi að starfa fyrir Landssamtök sem hafa það að markmiði  að styðja við okkar hversdagshetjur. Þetta eru hetjurnar okkar sem hjálpa okkur þegar við þörfnumst þeirra einna mest. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau fjölbreyttu verkefni innan LSS sem snúa flest að því bæta kjör okkar félagsmanna og koma okkar góða boðskap á framfæri.“

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) eru heildarsamtök framangreindra starfsstétta. Neyðarverðir hjá neyðarlínunni og hluti brunavarða hjá ISAVIA eru einnig félagsmenn LSS. Félagið er fagstéttarfélag og er mikilvægur málsvari félagsmanna sinna. Starfssvæði þess er allt landið. Samtökin hafa rekið öflugt forvarnarstarf á undangengnum árum.