*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 11. október 2018 13:51

Hermann ráðinn til að stýra ÍSAM

Framkvæmdastjóri dótturfélags ÍSAM hefur tekið við sem forstjóri móðurfélagsins. Stýrði ORA frá því í sumar.

Ritstjórn
Hermann Stefánsson, nýr forstjóri ÍSAM starfaði áður m.a. fyrir Iceland Pelagic og Skinney-Þinganes.
Aðsend mynd

Hermann Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri ÍSAM, áður Íslensk-Ameríska og hefur þegar hafið störf.

Hermann, sem hefur verið framkvæmdastjóri dótturfélagsins ORA frá því í sumar, var framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Iceland Pelagic frá 2010. Þar áður starfaði hann sem framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

Hermann, sem fæddur er og uppalinn á Hornafirði, er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim