*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Fólk 11. október 2018 13:51

Hermann ráðinn til að stýra ÍSAM

Framkvæmdastjóri dótturfélags ÍSAM hefur tekið við sem forstjóri móðurfélagsins. Stýrði ORA frá því í sumar.

Ritstjórn
Hermann Stefánsson, nýr forstjóri ÍSAM starfaði áður m.a. fyrir Iceland Pelagic og Skinney-Þinganes.
Aðsend mynd

Hermann Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri ÍSAM, áður Íslensk-Ameríska og hefur þegar hafið störf.

Hermann, sem hefur verið framkvæmdastjóri dótturfélagsins ORA frá því í sumar, var framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Iceland Pelagic frá 2010. Þar áður starfaði hann sem framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

Hermann, sem fæddur er og uppalinn á Hornafirði, er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri.