*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 16. júní 2017 13:34

Hervör kjörin forseti Landsréttar

Á fundi Landsréttar var Hervör L. Þorvaldsdóttir kjörin forseti Landsréttar og Davíð Þór Björgvinsson varaforseti.

Ritstjórn
vb.is

ýskipaðir dómarar við Landsrétt komu saman til fyrsta fundar í gær. Á fundinum var Hervör L. Þorvaldsdóttir kjörin forseti Landsréttar og Davíð Þór Björgvinsson varaforseti. Þetta kemur fram í tilkynningu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, aldursforseta Landsréttar. 

Hervör Lilja starfaði sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1985. Árið 1992 var hún skipuð dómari við Héraðsdóm Vesturlands og árið 1998 sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

 

Stikkorð: Landsréttur forseti skipan