*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 5. október 2017 11:37

Heyrnartól sem tala íslensku

Með nýjum Pixel 2 símanum frá Google fylgja heyrnartól sem geta þýtt 40 tungumál yfir á Íslensku.

Ritstjórn
epa

Google kynnti í gær nýjan Pixel 2 símann sinn, sem verður meðal annars búinn tækni til að þýða tal á 40 tungumálum milli hvors annars. Eitt af þeim tungumálum verður Íslenska að því er Northstack greinir frá.

Með símanum mun fylgja sérstök þráðlaus heyrnartól, sem bera nafnið Google Pixelbuds, sem gerir fólki kleyft að heyra á eigin tungumáli tal viðmælanda sinna.

Í símanum verður jafnframt svokölluð Google Lens, sem mun geta leitað í myndum af því sem á þeim er, auk þess sem skýjalausn Google sem tengd er símanum sé betri en sú sem Apple býður upp á að því er Business Insider segir frá.

Stikkorð: Google tungumál Pixel þýðingar Pixelbuds