*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 28. október 2011 16:00

High Liner í viðræðum um Icelandic í Ameríku

N-Ameríska matvælafyrirtækið High Liner á nú í einkaviðræðum við Framtakssjóðinn um kaup á starfsemi Icelandic vestanhafs og í Asíu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

High Liner, norður-amerískt matvælafyrirtæki, hefur hafið viðræður við Framtakssjóð Íslands um kaup á starfsemi Icelandic Group í Ameríku og Asíu. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Toronto, þar sem High Liner er skráð, er um 30 daga einkaviðræður að ræða, þ.e. Framtakssjóðurinn ræðir ekki við aðra aðila um sölu á starfseminni næstu 30 dagana. Þar kemur jafnframt fram að áreiðanleikakönnun standi enn yfir og að hugsanleg kaup séu háð samþykki stjórna fyrirtækjanna þannig að ekki sé enn hægt að fullyrða að af kaupum verði.

Ekki kemur fram hvert hugsanlegt kaupverð gæti orðið en IntraFish-vefurinn hefur nefnt töluna 230 milljónir dala eða um 26 milljarða króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim