*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 13. febrúar 2018 12:35

Hilmar Þór kaupir Gluggasmiðjuna

Hilmar Þór Kristinsson fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kaupþingi hefur keypt 80% hlutafjár Gluggasmiðjunnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila kaup eignarhaldsfélagsins Reirs á Gluggasmiðjunni. Reir er eignarhaldsfélag í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar, fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Kaupþingi, en samruninn felur í sér að Reir kaupir tæplega 80% af hlutafé Gluggasmiðjunnar af Gluggum og Gler.

Eftir kaupin munu Gluggar og Gler áfram eiga rúmlega 20% hlut á móti Reir. Gluggasmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu á gluggum og útihurðum.

Reir á fyrir eignarhluta í 8 félögum en þar af eru eignarhlutir í fimm skráðum félögum, N1, Marel, Icelandair, Sjóvá og Tryggingamiðstöðinni. Þá fer Reir með meirihluta hlutafjár í tveimur einkahlutafélögum, Lantan ehf. og HBH byggir en auk þess á félagið helmingshlut í Akkelis ehf.

Samkeppniseftirlitið taldi ekki neinar vísbendingar um að samruninn muni koma til með að hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga.