*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Fólk 21. febrúar 2018 12:54

Hilmir ráðinn framkvæmdastjóri iTUB

Hilmir Svavarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iTUB en hann tekur við af Hilmari Guðmundssyni.

Ritstjórn
Hilmir Svavarsson, nýr framkvæmdastjóri iTUB.
Aðsend mynd

Hilmir Svavarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iTUB en hann tekur við af Hilmari Guðmundssyni.

iTUB leigir út einangruð plastkör til sjávarútvegs og matvælaiðnaðar í Evrópu. Félagið var stofnað árið 2010.

Hilmir hefur starfað hjá Samskipum um 12 ára skeið, þar af hefur hann stýrt starfsemi þeirra á Bretlandi undanfarin átta ár. Þar áður starfaði hann fyrir Samherja, þar sem hann kom að ýmsum verkefnum m.a. kvótastýringu og útflutningi.

„Hilmir hefur góða þekkingu og reynslu sem nýtist vel í það krefjandi hlutverk að stýra iTUB inn í framtíðina. Við erum mjög ánægðir með að fá svo reynslumikinn stjórnanda til liðs við okkur,“ er haft eftir stjórnarformanni iTUB, Øyvind Berg, í fréttatilkynningu.

Hilmir er 47 ára Sjávarútvegsfræðingur og er búsettur á Akureyri. Hann hóf störf þann 15. Febrúar og tekur sem fyrr segir við af Hilmari Guðmundssyni sem ráðin hefur verið í starf sölustjóra Evrópu hjá Sæplasti.

„iTUB er áhugavert fyrirtæki í miklum vexti. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni í samstarfi við stjórn og starfsfólk félagsins í Noregi, Danmörku og á Íslandi,“ er einnig haft eftir Hilmi í tilkynningunni.