Tryggvi Björn Davíðsson hóf störf hjá Íslandsbanka fyrir um ári síðan. Fram að þeim tíma starfaði hann hjá Barclays Capital í um sjö ár. „Ég vann hér heima á árunum 2000 til 2003. Hugur minn leitaði út og mig langaði að hasla mér völl erlendis. Í MBA námi í Frakklandi sannfærðist ég um að hávaxtamarkaðurinn (e. high yield market) væri áhugaverður og sá markaður sem mig langaði að starfa á. Atvinnuástandið var erfitt á þeim tíma en ég fékk fljótlega inni hjá Barclays Capital í London,“ segi Tryggvi. Hann skýrir að á meðal verkefna á hávaxtamarkaðinum sé lánveiting til skuldsettra fyrirtækja.

„Barclays Capital var á þeim tíma töluvert minni banki en hann er í dag þegar ég hóf störf vorum við fimm í starfseminni en þegar ég skildi við var teymið orðið á fimmta tug. Bankinn hafði skýra stefnu og sýn um að almenni markaðurinn myndi taka sæti bankamarkaðar. Það er með sama hætti og við myndum okkar stefnu í dag. Ég vann fyrst að greiningu og síðar að fjárfestingum í hávaxtaskuldabréfum, allt til ársins 2011.“

Tryggvi skiptir árunum sjö í þrjú tímabil eða bylgjur. „Sú fyrsta var þátttaka í uppbyggingu hávaxtamarkaðar í Evrópu. Þá tók við lánamarkaðurinn, þar sem mikið af skuldsettum yfirtökum í Evrópu voru fjármagnaðar í gegnum hann. Það tímabil náði til ársins 2008. Frá þeim tíma byggðum við upp deild sem annast fjárfestingar í illa stöddum fyrirtækjum (e. distressed trading).“

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna ítarlegt viðtal við Tryggva Björn Davíðsson. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.