*

mánudagur, 20. maí 2019
Fólk 16. september 2018 19:41

Hjólandi tölvunarfræðingur

Raquelita Rós Aguilar er nýr framkvæmdastjóri Stokks Software.

Sveinn Ólafur Melsted
Í frítíma sínum hjólar Raquelita mikið og stundar líkamsrækt.
Haraldur Guðjónsson

Raquelita, sem er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík, hefur starfað hjá Stokki í þrjú ár, bæði sem gæða- og rekstrarstjóri.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir nýja starfinu og er mjög þakklát eigendum félagsins fyrir að hafa boðið mér þessa stöðu. Ég útskrifaðist úr tölvunarfræðinni í vor og þetta er fyrsta framkvæmdastjórastaðan mín. Það er mjög margt sem mig langar til þess að gera og þeir eru opnir fyrir öllum mínum hugmyndum. Auk þess er samstarfsfólk mitt frábært og ég held að ég gæti hreinlega ekki verið að vinna með klárara og skemmtilegra fólki,“ segir Raquelita.

Að sögn Raquelitu eru spennandi tímar fram undan hjá fyrirtækinu. „Við erum núna að fjárfesta í nýrri og spennandi tækni sem mun minnka þróunarkostnaðinn í app forritun töluvert mikið. Með þessu erum við að einfalda kerfið okkar og einnig að lækka þróunarkostnaðinn fyrir viðskiptavinina. Einnig erum við að fara að setja upp ný kerfi fyrir stóra viðskiptavini þannig að það er margt í bígerð hjá okkur og árið 2019 lítur mjög vel út hjá okkur.

Við sjáum til dæmis um allt kerfið fyrir Strætó, en inni í því er til dæmis Strætó-appið og vefsíða fyrirtækisins. Við höfum einnig smíðað mörg af vinsælustu íslensku öppum, eins og til dæmis Aur, Dominos, Einkaklúbbinn og Alfreð. Ég held að það sé ekkert annað fyrirtæki á tæknimarkaði á Íslandi sem gerir það sama og Stokkur. Við tökum allt heila kerfið fyrir viðskiptavini á meðan mörg önnur fyrirtæki einblína til dæmis einungis á vefinn. Við bjóðum því upp á heildarlausnir í tæknikerfum fyrirtækja.

Hjólar mikið

„Ég er gift Birnu Guðmundsdóttur sem er rannsóknarlögreglumaður hjá kynferðisafbrotadeild Lögreglunnar. Við erum búnar að vera giftar síðan 2014 og eigum saman þrjá drengi. Ég tel mig heppna að fá að vinna við mitt helsta áhugamál, sem er hugbúnaðarþróun. Í frítíma mínum hjóla ég svo mikið og stunda líkamsrækt. Ég er ekkert að keppa í hjólreiðum heldur hjóla ég fyrst og fremst mér til skemmtunar, og eins mikið og veður leyfir,“ segir Raquelita.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim