Hjördís Guðmundsdóttir hefur hafið störf á markaðs- og samskiptasviði Advania, þar sem hún mun m.a. stýra viðburðum og almannatengslum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Advania.

Hjördís starfaði áður sem almannatengslasérfræðingur hjá Athygli almannatengsl og Isavia þar sem hún var upplýsingafulltrúi og stýrði m.a. umfjöllun erlendra og innlendra miðla þegar Eyjafjallajökull gaus og hafði mikil áhrif á flugumferð í Evrópu.

Á árunum 1998 – 2005 starfaði Hjördís hjá ÍBR og sá þar m.a. um framkvæmd og kynningu á Reykjavíkurmaraþoni. Hjördís er með diplómagráðu í Verkefnastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Hjördís var í fjögur ár í aðalstjórn Víkings og er núna í varastjórn HSÍ.