*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 7. desember 2018 12:48

Hleypa út aflandskrónueigendum

Seðlabankinn mun hleypa 84 milljörðum af aflandskrónum undan höftum.

Ritstjórn
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn mun hleypa aflandskrónueigendum úr landi með fé sitt, sem samsvara um 84 milljörðum króna.

Aflandskrónueignirnar námu mest 565 milljörðum króna, eða um 40% af landsframleiðslu í kjölfar bankahrunsins árið 2008 en hafa lækkað verulega á undanförnum árum. Seðlabankinn hélt árið 2016 útboð þar sem hann bauð aflandskrónueigendum að kaupa evrur á genginu 190. Á síðasta ári hélt Seðlabankinn aftur útboð á mun lægra gengi þar sem viðmiðunargengi í útboðinu var 137,5 krónur á evru, sem þá var um 20% yfir skráðu markaðsgengi krónunnar. Gengi krónunnar stendur nú í um 138 krónum á evru og er álíka og í útboðinu fyrir ári.

Aflandskrónueigendur sem ekki tóku þátt í útboðunum hafa verið fastir með sitt fé í höftum. Félagið Coldrock Investments, sem er aflandskrónueigandi, stefndi Seðlabankanum í sumar vegna haftanna á aflandskrónueigendur líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um.

Um þrenns konar heimild er að ræða hjá Seðlabankanum. „Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heimild fyrir alla aflandskrónueigendur til að losa aflandskrónueignir til að kaupa erlendan gjaldeyri og flytja á reikning erlendis. Í öðru lagi er heimild fyrir aflandskrónueigendur, sem átt hafa aflandskrónueignir samfellt frá 28. nóvember 2008, til að losa aflandskrónueignir undan takmörkunum laganna. Í þriðja lagi er heimild fyrir einstaklinga til að taka út allt að 100 millj. kr. af reikningum háðum sérstökum takmörkunum. Þær breytingar sem hér eru lagðar til taka mið af því að ekki sé grafið undan virkni hinnar sérstöku bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi. Því þurfa þeir aflandskrónueigendur sem ekki hafa átt krónueignir í samfelldu eignarhaldi síðan fyrir tilkomu fjármagnshafta og hyggjast fjárfesta í íslenskum skuldabréfum að fara út í gegnum gjaldeyrismarkað og koma svo inn aftur og sæta þá bindingu. Ella væri verið að mismuna erlendum fjárfestum.“

Í frétt á vef Seðlabankans segir að þegar lögin tóku gildi hafi verið fyrirséð að höftin væru tímabundin aðgerð ráðstafanir þar til „betra jafnvægi kæmist á eignasöfn innlendra aðila og aðstæður yrðu betri til losunar án of mikillar áhættu varðandi efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika." 

Þá á einnig að leggja fram lagafrumvarp þar sem lögu um gjaldeyrismál er breytt vegna innflæðishaftanna. Seðlabankinn mun bjóða þeim sem falla undir innflæðishöftin að uppfylla kröfur haftanna með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans í stað þess að þurfa í dag að leggja fé á bundinn reikning hjá innlánsstofnunum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim