*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 10. maí 2013 16:01

Hliðra sér hjá öðrum samdrætti

Talið er að endurskoðaðar hagtölur bendi til þess að staðan hagkerfis Breta sé skárri en óttast var.

Ritstjórn

Endurskoðaðar hagtölur í Bretlandi benda til að þjóðin hafi ekki keyrt niður í annað samdráttarskeið í fyrra. Þetta segir breska ríkisútvarpið (BBC) og vísar í nýjar tölur frá hagstofu landsins. Óttast var að hagvöxtur hafi verið neikvæður í Bretlandi í fyrra. Það hefði verið annað skiptið í eftirmála fjárkreppunnar á síðastliðnum fimm árum sem slíkt gerðist.

Endurskoðaðar tölur, samkvæmt BBC, benda hins vegar til að þrátt fyrir samdrátt á verktakamarkaði á fyrsta ársfjórðungi í í fyrra þá hafi hann verið minni en áætlað var. Ekki þarf mikið til að staðan lagist. Gangi það eftir verður enginn hagvöxtur á milli ársfjórðunga í stað 0,1% samdráttar, að sögn BBC. Endurskoðaðar hagtölur verða gerðar opinberar í júní. 

BBC bendir þrátt fyrir þetta á að þótt tölur um fyrsta ársfjórðung kunni að hafa verið ögn betri en óttast var þá sé staðan ekki efnileg. Mjög hafi hægt á framkvæmdum á þessu ári, þær dregist saman um 2,5% á milli fjórðunga frá lokum síðasta árs og staðan ekki verið slakari í fimmtán ár. 

Stikkorð: Bretland Bretlandi
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim