Til umsagnar er hjá Innanríkisráðuneytinu að breyta reglugerðum um skotvopn og skotfæri þannig að heimilt verði að nota svonefnda hljóðdempara á stærri riffla.

Heimildin yrði háð leyfi lögreglustjóra, en heimilt hefur verið að nota hljóðdempara á öðrum Norðurlöndum, en þeir vernda heyrn veiðimanns og valda minni truflun á nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu Innanríkisráðuneytisins segir þó jafnframt:

„Sá misskilningur virðist vera ríkjandi að hljóðdemparar á almenna veiðiriffla geri þá hljóðlausa en raunin er sú að eftir sem áður er æskilegt að nota heyrnarhlífar. Þó eru minni líkur á heyrnarskemmdum séu hljóðdemparar notaðir.“