KeyNatura er sprotafyrirtæki sem tók þátt í Startup Energy Reykjavík sprotahraðlinum. Félagið miðar að því að framleiða efnið astaxanþín, sem er náttúrulegt andoxunarefni framleitt af þörungum. Efnið er til að mynda það sama og gefur húðflögum laxa sinn einkennandi bleika lit.

Nú hefur sprotafyrirtækið komið sér yfir heilar 311 milljónir íslenskra króna eða um 2,4 milljónir Bandaríkjadala. Það er fjárfestingarfélagið Eyrir Sprotar sem gerir þessa fjárfestingu í félaginu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Einars Gunnars Guðmundssonar, stjórnarformanns SER Holding ehf. Þar kemur fram að fjármögnunin sé til þess gerð að viðhalda almennri starfsemi félagsins til að minnsta kosti næstu tveggja ára.