*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 18. febrúar 2018 17:02

Hlupu mest í 60 tíma

Íslendingar áttu nokkra þátttakendur í Spartan-hlaupinu, sem hlaupið var í desember.

Gunnar Dofri Ólafsson

Íslendingar áttu nokkra þátttakendur í Spartan-hlaupinu, sem hlaupið var í desember. Eina íslenska konan sem tók þátt í sólarhringshlaupinu varð í fjórða sæti. „Það voru nokkur íslensk lið sem tóku þátt, til dæmis slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum sólarhring var líka tvisvar sinnum boðið upp á að hlaupa einn hring, sem var í rauninni sér keppni,“ segir Erla B. Ágústsdóttir, sem hélt utan um hlaupið fyrir Iceland Travel.

Til viðbótar við sólarhringshlaupið var einnig boðið upp á að hlaupa í 60 klukkustundir. „Þau byrjuðu á fimmtudagskvöldinu og mættu svo í sólarhringshlaupið eftir það en sá hópur, sem í voru um 40, byrjaði á Laugavatni, 36 tímum áður. Af þessum 40 kláraði um það bil helmingur alla tímana 60. Þau byrjuðu í svona tíu stiga frosti en svo skánaði það nú aðeins,“ segir Erla. Hlaup eins og Spartan-hlaupið er ágætlega skapandi leið til að nýta íslenska veðráttu.

„Það besta er að skipuleggjendurnir komu fyrst til okkar í lok maí. Þá vorum við að skoða aðstæður í Hveragerði. Þá var alveg snælduvitlaust veður. Við stóðum varla í vindinum og þeim fannst það geðveikt og hjálpaði þeim að taka endanlega ákvörðun.“ Sá hópur sem sækir í viðburði eins og Spartan-hlaupið er að mörgu leyti góð viðbót við íslenska ferðamannafánu. „Fólkið sem tekur þátt í þessu er yfirleitt á aldrinum 35-50 ára og er frekar efnað. Þetta fólk er líka líklegt til að koma aftur á eigin vegum.“

Spartan-hlaupið litli bróðir Death Race 

Eins ógnvænlegt og sólarhringslangt hindrunarhlaup í íslensku vetrarveðri hljómar þá er Spartan-hlaupið auðvelda útgáfan af Dauðahlaupinu (e. DeathRace) svokallaða. Dauðahlaupið var tvöfalt lengra og var haldið í fyrsta skipti árið 2004. Fyrsta Spartan-hlaupið var hins vegar hlaupið árið 2010 í Vermont. Þar tóku 500 manns þátt og þurftu að hlaupa, skríða, stökkva, synda og komast yfir alls konar hindranir til að ná í mark. Íslensk náttúra, sérstaklega að vetri, býður skipuleggjendum hlaupa á borð við Spartan-hlaupið að nýta frumlegar aðferðir til að búa til hindranir. Hindranirnar eru breytilegar milli hlaupa en algengar hindranir eru eldur sem þarf að stökkva yfir, gaddavír sem þarf að skríða undir, veggir til að klifra yfir og drullusvað sem þarf að klöngrast í gegnum. Keppendur geta meira að segja þurft að kasta spjótum, klifra upp kaðal, bera þunga hluti milli staða eða hoppa milli dekkja með fæturna bundna í teygju. Ef keppandi getur ekki klárað hindrun býður hans gjarnan refsing, til dæmis krafa um að gera 30 „burpees“ áður en lengra er haldið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

 

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim