*

mánudagur, 20. maí 2019
Erlent 30. janúar 2019 10:33

Hlutabréf Apple á flugi

Tekjur tæknirisans hærri skv. nýju ársfjórðungsuppgjöri en reiknað var með.

Ritstjórn
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple var vígreifur þegar hann kynnti fjórðungsuppgjör í gær.

Verð á hlutabréfum Aplle hækkaði um 5% í viðskiptum eftir lokun markaða að því er kemur fram í frétt Financial Times. Hækkunin kemur í kjölfar þess að tekjur skv. árfjórðungsuppgjöri voru hærri en markaðsaðilar höfðu óttast, en í desember sl. tilkynnti fyrirtækið 5% samdrátt tekna á haustmánuðum. 

Tim Cook framkvæmdastjóri félagsins var bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að spár gefa til kynna að sala á iPhone mundi dragast saman á næstunni. "Þjóðhagslegir þættir breytast hratt. Við sjáum mikinn akk í því að halda áfram að einbeita okkur að þáttum sem við getum stjórnað. Við munum ekki breyta stefnu okkar," hefur blaðið eftir Cook. 

Þrátt fyrir bjartsýni Cook sjá markaðsaðilar ýmsar blikur á lofti. Á næsta fjórðungi reiknar félagið með að væntar tekjur vera á bilinu 55 til 59 milljarða dollara sem er 3-10% samdráttur miðað við sama fjórðung fyrir ári. Veikara þjóðhagslegt umhverfi eru að sögn félagsins ástæðan fyrir væntum samdrætti, sér í lagi í Kína og öðrum nýmarkaðslöndum. Þessi samdráttur er nú þegar kominn fram í bókum Apple en tekjur félagsins í Kína drógust saman um 27% á síðasta ársfjórðungi sem endaði í desember sl..  

Stikkorð: Apple Tim Cook
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim