Uppgjör Facebook samskiptasíðunnar fyrir þriðja ársfjórung var svolítið betra en sérfræðingar gerðu ráð fyrir.

Tapið á tímabilinu nam 59 milljónum dala, rúmlega 7,3 milljörðum króna.  Velta félagsins var 1,26 milljarðar dala. Auglýsingatekjur jukust um 36% milli ársfjórðunga.

Notendum fjölgaði á tímabilinu. Mánaðarlegir notendur fóru rétt yfir einn milljarð, en voru 955 milljónir tímabiliið á undan.

Hlutabréf Facebook hafa hækkað um 9,18% í framvirkum viðskiptum eftir lokun markaða í New York í kvöld. Er gengi félagsins nú 21,27,