Það sem af er degi hefur Dow Jones vísitalan bandaríska hækkað um 1,12%, og Standard & Poor’s um 1,28%. Þá hefur vísitala Nasdaq hækkað um 1,3%.

Í Evrópu hefur Euro Stoxx 50 vísitalan hækkað um 3,47%. Þá hefur FTSE vísitalan hækkað um 1,7% og DAX vísitalan þýska um 3,51%.

Í Asíu hefur gengi hlutabréfa einnig farið hækkandi. Nikkei vísitalan japanska hækkaði um 0,51% og TOPX um 0,53%. Þá hefur Hang Seng vísitalan kínverska hækkað um 1,08%.

Ekki er ómögulegt að þessar hækkanir tengist allar verðhækkuninni á hráolíu sem hefur átt sér stað þessi misserin, en verð á Brent hráolíu hefur hækkað upp í 40 dali á tunnu, og hefur hækkað um 0,77% í dag.