Bandarísk hlutbréf hækkuðu í gær eins og hlutbréf gerðu í Evrópu. Þetta tengist þeim jákvæðu fréttum frá vinnumálastofnun Bandaríkjanna að 163.000 ný störf hafi orðið til í júlímánuði.

Nasdaq hækkaði um 2% og er nú 2.967,9 stig, S&P 500 hækkaði um 1,9% og er 1.390,99 stig. Að lokum hækkaði Dow Jones um 1,69% í 13.096,17 stig.

Eins og áður hefur verið greint frá jókst atvinnuleysi um 0,1% þrátt fyrir fjölgun starfa. Nú er atvinnuleysi 8,3%.