Kínversk hlutabréf tóku við sér á mörkuðum Asíu í nótt eftir vikulangt frí. Eru vonir á mörkuðum fyrir því að aðgerðir yfirvalda til að róa fasteignamarkaðinn muni beina auknu fé inn á hlutabréfamarkaðinn.

Í öðrum hlutum asíumarkaðar og nágrennis var rólegra og almennar lækkanir í kjölfar lækkunar á Wall Street á föstudag. Þó voru kauphallirnar bæði í Japan og Hong Kong lokuð í nótt vegna opinberra frídaga.

Samræmdar aðgerðir vegna húsnæðisbólu

Á síðustu dögum hafa fleiri en 20 borgir frá Shanghai og Beijing til Zhengzhou í miðKína, í greinilega samræmdum aðgerðum, sett nýjar reglugerðir til að takmarka ofhitnun fasteignamarkaðarins í borgunum.

Reglurnar hafa falið í sér skilyrði um hærri innborgun og takmarkanir á fjölda íbúða sem má kaupa. Eru vonir til þess að hlutabréf í landinu muni fylgja þeim hækkunum sem urðu í Hong Kong á fimmtudag þegar Hang Seng vísitalan náði hæsta gildi sínu í heilan mánuð.

Jafnframt virðist sem kínversk hlutabréfaverð hafi ekki orðið fyrir áhrifum að því að kínverski seðlabankinn hefur ákveðið að lækka gengi yuansins í lægsta gildi sitt í sex mánuði gagnvart Bandaríkjadal.

Helstu vísitölur á mörkuðum í Asíu og nágrenni:

  • FTSE China A50 vísitalan hækkaði um 0,97%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan hækkaði um 1,50%
  • Kospi víistalan í Suður Kóreu hækkaði um 0,15%
  • IDX Composite vísitalan í Indónesíu lækkaði um 0,30%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 0,15%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði um 0,72%
  • CSE All-Share Sri Lanka vísitalan lækkaði um 0,32%