Hlutabréf í Facebook lækkuðu umtalsvert í gær eða um 20%. Þetta kemur fram á vef Financial Times .

Ástæðan fyrir lækkuninni er að tekjur fryrirtækisins sem og fjölgun notenda samfélagsmiðilsins voru ekki í samræmi við væntingar fjárfesta.

Frá því í júní í fyrra hefur virkum notendum síðunnar fjölgað um 11%. Þess má geta að það er minnsti vöxtur í fjölda notenda síðastliðin tvö ár. Fjárfestar hafa verið varaðir við því að hagnaður á næsta ári muni verða minni en spáð hafi verið.

Á síðasta ársfjórðungi hagnaðist Facebook um 5,1 milljarð bandaríkjadala en það er 31% meira en á sama tíma í fyrra.