Hlutabréfaverði í fatarisanum H&M hafa fallið um yfir 45% frá ársbyrjun 2017, þar af um 14% á þessu ári.

Bloomberg segir fjárfesta vera hugsi eftir fyrsta fjárfestadag fyrirtækisins í vikunni. Fyrirtækið virðist ekki átta sig á hinu augljósa, að föt H&M séu að detta úr tísku.

H&M segir að sala fyrirtækisins á netinu muni aukast um 25% á árinu, auk þess að netsala og önnur vörumerki í eigu H&M á borð COS, Weekday og Arket muni þrefalda sölu sína fram til ársins 2022. Þessir hlutar H&M samstæðunnar skila hins vegar innan við 10% af heildartekjum H&M.

„Ég heyri að allt nema kjarnastarfsemi H&M gangi mjög vel, en uppistaðan í rekstri H&M er kjarnastarfsemin,“ segir sjóðstjórinn Erik Sjostrom hjá Skandia, sem á hlut í H&M við Bloomberg. Sjostrom telur að bæði þurfi að bæta föt og verðlagningu fatarisans.

Chris Chaviaras, greinandi hjá Bloomberg segir föt H&M vera í tísku eins og er, en vinsældir vörumerkisins fari sífellt minnkandi eftir áralanga værukærð.

Stjórnendur H&M eru sagðir hafa átt erfitt með að útskýra framtíðarsýn fyrirtækisins og hvaða mistök þeir hafi gert í fortíðinni sem leiddi til vanda fyrirtækisins í dag.